23.10.2016 23:09

Aðalfundur Krabbameinsfélags Norðausturlands

 

 

Aðalfundarboð

 

Aðalfundur Krabbameinsfélags Norðausturlands verður haldin föstudaginn

4. nóvember 2016, klukkan 20:00  í Skólahúsinu á Kópaskeri

 

Venjuleg aðalfundarstörf

Önnur mál

 

Hvetjum fólk til að mæta.

Stjórn.

 

 

 

 

20.10.2016 11:14

Hús íbúðalánasjóðs standa tóm

Akureyri vikublað og DV fjalla um byggðamál á Kópaskeri

 

Þrátt fyrir að fjögur hús standi tóm á Kópaskeri, og fjórar fjölskyldur hafi flutt burt úr þorpinu á þessu ári einu, er ómögulegt að fá þar leigt húsnæði. Nemendum við grunnskólann hefur fækkað úr 43 í 24 síðan 2011. Akureyri vikublað greinir frá þessu.

 

Mynd: Inga Sigurðardóttir

 

http://www.dv.is/frettir/2016/10/20/alvarleg-stada-kopaskeri-husin-standa-tom-en-enginn-faer-thau-leigd/

13.10.2016 20:25

Gengið í Grenjanesvita á sunnudaginn

Næsta ferð á vegum Ferðafélagsins Norðurslóðar verður farin næstkomandi sunnudag, þann 16. október. 
Gengið verður frá Sauðanesi á Langanesi út í Grenjanesvita. Sagðar verða sögur af ýmsum mannvirkjum og menningarminjum sem eru á leiðinni. 
Mæting í Sauðaneshúsið kl. 13:00, þar sem fólki gefst kostur á að skoða húsið og fræðast um það.
Síðan hefst gangan sem er um 8 km á sléttlendi og góðum vegi. Fróðleg og hressandi útivist nær veturnóttum. 
Ekki sakar að hafa með sér nesti og heitan drykk á brúsa.

Veðurspáin er góð og við vonumst til að sjá sem flesta

Þetta er síðasta skipulagða gangan á árinu, en Ferðafélagið tekur þráðinn upp aftur í janúar. 
Þrátt fyrir það er fólk hvatt til að fara út að hreyfa sig og njóta útivistar sem oftast. Það er sannað mál hversu gott það er fyrir líkama og sál.

  • 1