23.05.2016 13:46

Þjóðlagadúettinn LalomA - tónleikar á Kópaskeri

Þjóðlagadúettinn LalomA heldur tónleika í skólahúsinu á Kópaskeri þriðjudaginn, 24. maí kl. 20:30.
Miðaverð er kr. 1.500 en ókeypis fyrir börn á grunnskólaaldri.

LalomA er samstarfsverkefni Kristjáns Martinssonar sem spilar á flautu og harmonikku og Laura Lotti sem spilar á hörpu. Þau leiða saman hesta sína vegna sameiginlegs áhuga á vestur-evrópskri þjóðlagatónlist. Á efnisskrá eru lög frá Íslandi, Írlandi, Bretlandi, Frakklandi, Hollandi, Ítalíu og Norðurlöndunum.

Þess má geta að dúettinn hefur fjölþjóðlegan blæ þar sem Kristján rekur ættir sínar til Íslands og Englands en Laura til Hollands og Ítalíu. Það sem gefur dúettinum einnig aukinn fjölbreytileika er að Kristján hefur bakgrunn í djassinum en Laura úr klassíkinni.

Flygilvinir - tónlistarfélag við Öxarfjörð

Sóknaráætlun Norðurlands eystra styrkir tónleikana

 

19.05.2016 22:07

Gestabókarganga á Geflu

Ferðafélagið Norðurslóð stendur fyrir gestabókargöngu næstkomandi sunnudag, 22. maí.
Farið verður með gestabókina á fjallið Geflu, sem er hæsta fjall í Leirhafnarfjallgarði, norðan Kópaskers.
Þetta er hluti af verkefninu "Fjölskyldan á fjallið".
Farinn er veguirinn út á Melrakkasléttu til norðurs frá Kópaskeri um 15 km. Lagt af stað kl. 13:00 frá malarnámu sem er rétt norðan við Leirhafnarvatn.
Fjallið er 205 m hátt og gönguvegalengdin 1,5 km á toppinn. Bókin verður á Geflu í allt sumar og kallar á fólk að koma og skrifa nafið sitt.

Ferðafélagið býður alla velkomna í hressandi útivist.

19.05.2016 21:46

Sumarstarf í Stórumörk, Kópaskeri

Sumarstarf í Stórumörk, Kópaskeri

 

Starfsmaður óskast í afleysingar í Stórumörk 15. Júní – 15. ágúst ´16

Um 60% starf við félagsstarf aldraðra er að ræða.  Launaröðun er skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Framsýnar, stéttarfélags. Nánari upplýsingar um starfið veitir

Áslaug Halldórsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur í síma 860-7736.

 

 

 

16.05.2016 12:05

Verlunarhúsið á Kópaskeri ehf sendir eftirfarandi texta frá sér.

Til hluthafa Verslunarhússins á Kópaskeri  ehf, og allra þeirra sem hafa áhuga á að styðja við verslunarrekstur í héraðinu.

 

Á aðalfundi félagsins þann 22. júní 2015 var samþykkt samhljóða ,að veita stjórn heimild til þess að selja nýja hluti í félaginu fyrir allt að kr 2.165.760,- og auka þar með hlutafé félagsins í kr 12.000.000,- og gildir sú heimild til 31. maí 2016. Á aðalfundin voru mættir fulltrúar fyrir 75 % hlutafjár , og voru fundarmenn sammála um að þrátt fyrir að félagið hafi gengið frá útleigu á húsnæðinu, og þar með tryggt sér fastar leigutekjur, væri samt sem áður veruleg þörf á því að styrkja fjárhag félagsins. Það gæfi  möguleika til þess að lækka enn  frekar höfuðstól veðlánsins , sem félagið yfirtók hjá Sparisjóði  Norðurlands , og lækka þar með vaxtagreiðslur og afborganir. Þá skapaðist meira svigrúm til flýta nauðsynlegu viðhaldi og  endurbótum , svo sem mála húsið að utan ofl.

Aðeins hefur bæst í hlutaféð en samt vantar nokkuð á að 12.000.000 markinu sé náð. Stjórn félagsins vill því benda áhugasömum á að nú styttist í að heimild  sem stjórn hefur til að auka hlutafé falli úr gildi, þ.a.e. 31. maí n.k.

Ef að einhverjir af núverandi hluthöfum  eru áhugasamir um að auka hlut sinn í félaginu ,eða nýir að bætast í hópin þá er velkomið að hafa samband við einhvern af undirrituðum stjórnarmönnum.Stefnt er á aðalfund eigi síðar en um 20 júní. 

 

Jón Grímsson, sími . 894-0033

Gunnar Björnsson,sími . 822-6108

Sigurlína Jóhanna  Jóhannessdóttir,sími . 895-2169

 

 

12.05.2016 19:46

Laust starf á leikskóladeild Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri

Laust starf á leikskóladeild Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri

 

Við leitum við eftir leikskólakennara eða starfsmanni við leikskóladeild 

Öxarfjarðarskóla á Kópaskeri. Þekking á leikskólastarfi æskileg.

 

Frekari upplýsingar veitir Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri,

 

Sími 4652246  e-mail  gudrunsk@nordurthing.is , og Kristín Ósk Stefánsdóttir

 

Sími 4652405 e-mail kristino@nordurthing.is

 

12.05.2016 09:16

Starfsmaður/menn óskast

Starfsmaður/menn óskast

 

Starfsmaður/menn  óskast á bíla- og vélaverkstæðið Röndina ehf á Kópaskeri.

 

Viðkomandi þarf að vera menntaður í viðgerðum/málmiðngreinum og/eða vanur viðgerðum og viðhaldi á bílum og tækjum.

 

Bæði um tímabundið- sem og framtíðarstarf er að ræða.

 

Kostur er ef viðkomandi  getur komið til starfa sem fyrst.

 

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir eru veittar á staðnum eða í síma: 465-2124, eða hjá Ómari í síma: 849-2276 

07.05.2016 20:31

Tónleikar á Kópaskeri 9.maí kl 17 í Skólahúsinu

Hringferðin

 


9. maí - Kópasker og Þórshöfn
Tónlistarfólkið Alda Dís, Mummi og Aron halda tóneika á Kópaskeri og Þórshöfn næstkomandi mánudag, 9. maí.
Tónleikarnir á Kópaskeri eru í samstarfi við Flygilvini - tónlistarfélag við Öxarfjörð og hefjast kl. 17:00 í skólahúsinu. Um kvöldið eru svo tónleikar á Bárunni á Þórshöfn kl. 20:30. 

 

 

 

Alda Dís Arnardóttir:
Alda er ný og upprennandi söngkona sem skaust upp á stjörnuhimininn þegar hún vann hæfileikakeppnina Ísland got talent árið 2015. Í kjölfarið gerði hún sína fyrstu sólóplötu HEIM sem kom út í nóvember það sama ár. Núna í vetur tók í hún þátt í söngvakeppni sjónvarpsins og hreppti annað sætið með lagið NOW/Augnablik.

 

Mummi / Guðmundur Reynir Gunnarsson:
Mummi er stórkostlegur píanóleikari sem hefur gert garðinn frægan í fótboltanum. Hann gaf út sína fyrstu sólóplötu, Various Times in Johnny’s Life, árið 2010. Núna í ár tók hann einnig þátt í Ísland got talent og sannaði fyrir þjóðinni hvað hann er ótrúlega fjölhæfur en hann keppti í undanúrslitum og stóð sig með prýði.

 

Aron Steinþórson:
Aron er söngvari og gítarleikari í hljómsveitinni Puffin Island. Hljómsveitin var stofnuð 2015 og er Indí/Rokkhljósveit og þeir hafa átt 3 lög á top 20 lista rásar 2 á síðasta ári og þar af eitt á í topp 3. Fyrsta plata hljómsveitarinnar kemur út í sumar.

 

Tengill á viðburðinn: https://www.facebook.com/events/1546275632341111/

  • 1