11.02.2017 17:14

Þorrablót á Kópaskeri 2017

 

Þorrablót verður haldið í Pakkhúsinu á Kópaskeri laugardaginn 18. febrúar. Húsið verður opnað kl. 19 og dagskrá hefst kl. 20.

Skráning og forsala miða verður í versluninni Skerjakollu á Kópaskeri, sími 465 1150. Skráningu lýkur um hádegi fimmtudaginn 16.f ebrúar. Við hvetjum sem flesta til að ná í miðana í Skerjakollu fyrir kl. 19 á föstudeginum en annars við innganginn. Posi til staðar á báðum stöðum.

Miðaverð fyrir blót (þorrahlaðborð) og ball er 7.000 kr. og 3.000 kr. bara á ballið.

Hljómsveitin LÚXUS mun spila fyrir dansi að dagskrá lokinni.

Verslunin Skerjakolla mun verða með sjoppu (gos og sælgæti) og bar (bjór og léttvín) á staðnum. Barinn lokar kl. 22.

Þorrablótsnefnd 2017

08.02.2017 11:06

Ljóðakvöld í kvöld!

Miðvikudaginn 8. febrúar - í kvöld - verður ,,ljóðakvöld” í Fræðasetri um forystufé á Svalbarði kl. 20:00.

Páll Jónasson í Hlíð flytur frumsamin ljóð.
Kristín Kristjánsdóttir í Syðri-Brekkum og Hjördís Hendriksen í Laxárdal lesa upp ljóð eftir uppáhaldsljóðskáldið sitt eða sín uppáhaldsljóð.

Allir ljóðaunnendur og aðrir velkomnir – Enginn aðgangseyrir.

Fræðasetur um forystufé

01.02.2017 21:24

Ferðamannavegur um Norðurland - Arctic Coastline Route -

Norðurhjari, ferðaþjónustusamtök boða til kynningar á ”Arctic Coastline Route”, fyrsta ferðamannaveginum á Íslandi.
Fundurinn verður haldinn í Öxi á Kópaskeri fimmtudaginn 2. febrúar kl. 17:00. 

Leiðin liggur að mestu meðfram standlengju Norðurlands milli Sauðárkróks og Vopnafjarðar og er tilgangurinn að þróa nýtt aðdráttarafl fyrir norðurhluta Íslands fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. 
Verkefnið hófst árið 2016 og er tilgangur fundarins að gefa innsýn inn í markmið, áherslur og fyrstu skref. Tækifæri gefst til umræðna og áhrifa á verkefnið og er m.a. leitað hugmynda á endanlegt nafn leiðarinnar.
Fundurinn fer fram á ensku.

Verkefnastjóri Arctic Coastline Route er Christiane Stadler; Dipl. landfræðingur
Allir sem áhuga hafa eru velkomnir.

30.01.2017 23:12

Þorrablót á Kópaskeri

Þorrablót verður haldið í íþróttahúsinu á Kópaskeri laugardaginn 18. febrúar 2017.
Eins og áður verður glæsilegt þorrahlaðborð í boði, en ekkert áfengi verður til sölu þ.a. þeir sem það vilja verða að skipuleggja ferð í Vínbúðina (sjá opnunartíma á vinbudin.is).  
Miðaverð 7.000 kr.
Nánar auglýst síðar.

  • 1