23.09.2016 14:45

Hraunhöfn á morgun!

Næsta ganga á vegum Ferðafélagsins Norðurslóðar verður næstkomandi laugardag, 24. september. 
Gengið verður að Hraunhafnarvita norðan við Raufarhöfn. 
Mæting við afleggjarann kl. 11:00. 
Á Raufarhöfn verður sameinast í bíla við stjórnsýsluhúsið kl. 10:45.
Þetta er létt og skemmtileg ganga fyrir alla fjölskylduna. Fróðleikur um vitann, Hraunhöfnina og fleira, ásamt lestri úr Fóstbræðrasögu.
Á laugardagskvöldið er svo upplagt að mæta á fyrirtækja-barsvar á Félaganum á Raufarhöfn. 
Gangan er upptaktur að menningarhátíð á Raufarhöfn, sem stendur alla næstu viku og endar með hrútadegi þann 1. október.

30.08.2016 22:51

                                

 

Hugheilar þakkir og kveðjur sendum við þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð eftir andlát

Halldórs Sigurðssonar frá Valþjófsstöðum í Núpasveit,

með því að koma að jarðarför hans eða hafa samband með ýmsu móti.

 Innilegar þakkir sendum við einnig starfsfólki sjúkrahússins á Húsavík

og starfsfólki sjúkrahússins á Akureyri fyrir hlýlega umönnun í veikindum hans.

 

Kristveig Björnsdóttir og fjölskylda.

28.08.2016 23:55

Ráðstefna um ferðamál á Norðurslóðum, Raufarhöfn

Raufarhöfn, 30. ágúst til 2. september 2016

Ráðstefnan er haldin á vegum IPTRN, samtaka fræðafólks sem rannsakar ferðamennsku á norðurslóðum. IPTRN leggur áherslu á að skilja hvata og áskoranir tengdar ferðaþjónustu á afskekktum svæðum norður- og suðurskauts.
Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er:
„Ferðaþjónusta, fólk og vernduð svæði í víðáttu heimskautanna“.

Helstu málefni varða m.a. skipulag, verndun og umhverfisáhrif ferðaþjónustu auk sjónarmiða íbúa þessara svæða.
Íbúar svæðisins eru boðnir velkomnir á ráðstefnuna og hvattir til að kynna sér dagskrána nánar. Sérstaklega má benda á samfélagsvinnustofu sem haldin verður í félagsheimilinu Hnitbjörgum kl. 14.30 fimmtudaginn 1. september. Ráðstefnan fer fram á ensku.
Þeir sem hafa hug á að mæta á þennan viðburð eru vinsamlegast beðnir að senda póst á rif@nna.is eða silja@atthing.is eða hringja í síma 856 9500 / 464 9882.

Dagskrána í heild má nálgast hér:
http://www.rmf.is/en/conferences/5th-international-polar-tourism-research-network-iptrn

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna veita:
-Eyrún Jenný Bjarnadóttir, Rannsóknamiðstöð ferðamála: S: 525 4459; netfang: ebj@hi.is 
-Halldóra Gunnarsdóttir, Ferðaþjónustusamtökunum Norðurhjara: S: 892 8202; netfang:nordurhjari@simnet.is 
-Jónína Sigríður Þorláksdóttir, Rannsóknarstöðinni Rif: S: 856 9500; rif@nna.is 
-Silja Jóhannesdóttir hjá Raufarhöfn og framtíðin: S: 464 9882; netfang: silja@atthing.is

 

26.08.2016 23:59

Jökulsárgljúfur að austan

Nú er komið að 2. áfanga í raðgöngu Ferðafélagsins Norðurslóðar við Jökulsárgljúfur að austan.

Laugardaginn 27. ágúst verður gengið frá Gloppu upp að Hafursstöðum. Farið verður um fjölbreytt svæði, hrikaleg gljúfur Landsbjarga skoðuð, gengið um Hallhöfðaskóg og litið á Hljóðakletta úr austri.

Takið með ykkur nesti nóg og góða skó, eitthvað að drekka og klæðnað eftir veðri. Mæting kl. 11:00 að Vestaralandi.

  • 1